Ræktunin
Kofri frá Morastöðum í Svíþjóð
Fyrsta merin í okkar ræktun var gæðingamóðirin Gyðja frá Stokkhólma.
Eignuðumst við hana árið 1993 og héldum henni undir Byskup frá Hólum. Fyrsta afkvæmið í okkar eigu kom svo árið 1994 en það var 1. verðlauna hesturinn Fálki frá Höfn 2. Hann er rauðtvístjörnóttur og er nú staddur í Noregi.
Annað folaldið var svo hinn brúnskjótti Kofri frá Morastöðum, undan Hauk frá Akurgerði. Hann komst einnig í fyrstu verðlaun með 8.31 fyrir hæfileika en nú er klárinn í Svíþjóð.
Undan Kofra hafa svo komið mörg góð hross, en einna helsta stendur Gangster frá Sperðli þar upp úr. Hans afkomendur eru einnig að reynast vel, en lítið af þeim er komið á tamningaraldur. Fótlyfta og rúmur alhliða gangur einkenna afkvæmi Gangsters.
Eignuðumst við hana árið 1993 og héldum henni undir Byskup frá Hólum. Fyrsta afkvæmið í okkar eigu kom svo árið 1994 en það var 1. verðlauna hesturinn Fálki frá Höfn 2. Hann er rauðtvístjörnóttur og er nú staddur í Noregi.
Annað folaldið var svo hinn brúnskjótti Kofri frá Morastöðum, undan Hauk frá Akurgerði. Hann komst einnig í fyrstu verðlaun með 8.31 fyrir hæfileika en nú er klárinn í Svíþjóð.
Undan Kofra hafa svo komið mörg góð hross, en einna helsta stendur Gangster frá Sperðli þar upp úr. Hans afkomendur eru einnig að reynast vel, en lítið af þeim er komið á tamningaraldur. Fótlyfta og rúmur alhliða gangur einkenna afkvæmi Gangsters.
Þriðja folaldið í okkar eigu undan Gyðju var Mirra frá Höfn 2 sem seld var til Danmerkur og fór þar í fyrstu verðlaun.Svo kom fjórða folaldið sem var undan 1 verðlauna hestinum Gými frá Skarði, en það var hinn jarpi Viktoríus frá Höfn 2. Hann fór einungis í 7.93 og var svo seldur til Noregs. Áður var hann þó notaður af okkur og erum við að fá afkvæmi hans í tamningu núna og eru þau gríðarlega efnileg. Fimmta og seinasta folaldið í okkar eigu er hún Hekla frá Höfn 2, undan Suðra frá Holtsmúla. Hún er svört að lit og er að sanna sig sem gríðarlega góð og falleg hryssa. Hún fór í fyrstu verðlaun í Hafnarfirði í vor og með 8,13 fyrir hæfileika. Út af Gyðju eru mörg af okkar bestu hrossum komin og reynum við því að halda fast í þá blóðlínu. Gyðja var undan Rauð 618 frá Kolkuósi og Nótt frá Kirkjubæ, sem gaf ófáá gæðingana. Einnig erum við með nokkrar aðkeyptar merar og mun tíminn leiða í ljós hvað verður úr þeim. Okkar stefna er að rækta rúma, hágenga og góða gæðinga sem allir geta stært sig af. |